Vilt þú koma í starfsnám hjá Vísindagörðum HÍ ?

Samfélagið í Mýrinni

Vísindagarðar Háskóla Íslands auglýsa eftir háskólanema í fjölbreytt starfsnám!Við leitum að áhugasömum og fjölhæfum einstaklingi til að taka þátt í spennandi verkefnum í lifandi sprota- og nýsköpunarumhverfi Vísindagarða HÍ. Helstu verkefni:

  • Þátttaka í fjölbreyttum verkefnum

  • Samstarf við íbúa Mýrarinnar

  • Aðstoð við skipulagningu viðburða og tengslamyndun

Hæfniskröfur:

  • Háskólanemi á hvaða fræðasviði sem er

  • Brennandi áhugi á þverfaglegri vinnu og nýsköpun

  • Sveigjanleiki og geta til að takast á við fjölbreytt verkefni

  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Við bjóðum:

  • Einstakt tækifæri til að öðlast reynslu í sprota- og nýsköpunarumhverfi

  • Fjölbreytt verkefni sem spanna mörg fræðasvið

  • Tækifæri til að byggja upp öflugt tengslanet

Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025. Sendið umsóknir með ferilskrá og kynningarbréfi á hello@visindagardar.is Komdu og taktu þátt í að móta framtíð vísinda og nýsköpunar á Íslandi!

Forrige
Forrige

Umræðufundur um rannsóknarinnviði og djúptæknisetur

Næste
Næste

Kortlagning rannsóknainnviða hafin