

Vísindagarðar leiða saman háskóla, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki á einum og sama blettinum í Vatnsmýri. Með því að tengja ólíkar starfsgreinar og skapa bestu mögulegu skilyrði til samvinnu verður til nýsköpunarsamfélag þar sem grunnrannsóknir og vísindi eru undirstaðan. Þannig bætum við samkeppnishæfni Íslands frammi fyrir áskorunum framtíðarinnar og sköpum verðmæti fyrir land og þjóð.
Nánar um Vísindagarða
Saga Vísindagarða nær til ársins 1961 þegar Reykjavíkurborg gaf Háskóla Íslands landssvæði í Vatnsmýrinni með því skilyrði að þar yrðu reistir vísindagarðar. Þá var svæðið ekki nema mýri en árið 1999 komst uppbyggingin á skrið þegar Íslensk erfðagreining hóf að byggja sínar höfuðstöðvar sem opnuðu 2003. Árið 2004 var stofnað félag um reksturinn á svæðinu. Félagið er að mestu leyti í eigu HÍ (94,5%) en Reykjavíkurborg á einnig 5,5% hlut í því.
Vísindagarðar ehf. sjá um að velja fyrirtæki og stofnanir inn á svæðið og reka það sem heild. Lóðir eru leigðar til 50 ára með möguleika á framlengingu. Við val á leigutökum er horft til þess hvað þeir geti lagt til samfélagsins á svæðinu, samhljóms við stefnu félagsins, alþjóðlegra tenginga, fjárhagslegs bolmagns og vægis nýsköpunar og þróunar innan fyrirtækisins.
Á Vísindagörðum eru yfir 500 stúdentaíbúðir, fjöldi sprotafyrirtækja auk stærri aðila á sviði upplýsingatækni og líftækni. Skapandi greinar eiga einnig sína fulltrúa á Vísindagörðum, til dæmis með Miðstöð hönnunar- og arkitektúrs og CCP. Til framtíðar er ekki síst horft til þess að fá inn fyrirtæki í orku- og sjálfbærnigeirunum. Þá er lögð áhersla á sjálfbærni í hönnun svæðisins, til dæmis í samgönguáætlun, vali á byggingarefnum og með blágrænum ofanvatnslausnum.
Hlutverk
Vísindagarðar HÍ eru tengslatorg nýsköpunar
Framtíðarsýn
Vísindagarðar HÍ eru suðupottur nýsköpunar sem leiðir framþróun og skapar virðisauka fyrir land og þjóð
Áhersla
Upplýsingatækni, lífvísindi, orka og sjálfbærni
Starfsfólk
-
Hrólfur Jónsson
Aðstoðarframkvæmdastjóri
-
Þórey Einarsdóttir
Framkvæmdastjóri
-
Lára Kristín Stefánsdóttir
Verkefnastjóri
-
Gísli Karl Gíslason
Verkefnastjóri
-
Þorkell Sigurlaugsson
Ráðgjafi
Stjórn
-
Sigurður Magnús Garðarsson
Formaður stjórnar
Forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ.
-
Linda Jónsdóttir
Stjórnarmaður
Aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri í Sidekick Health og stjórnarformaður Íslandsbanka.
-
Kristinn Aspelund
Stjórnarmaður
Framkvæmdastjóri Ankeri ehf. og stjórnarmaður í Samtökum sprotafyrirtækja.
-
Arna Hauksdóttir
Stjórnarmaður
Prófessor og forstöðumaður í lýðheilsuvísindum.
-
Óli Jón Hertervig
Stjórnarmaður
Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg.
Til vara
-
Anna Sigríður Ólafsdóttir
Varamaður í stjórn
Prófessor og fráfarandi forseti deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda við Menntavísindasvið HÍ.
-
Stefán Þór Helgason
Varamaður í stjórn
Sviðsstjóri nýsköpunar og viðskiptaþróunar hjá Ríkiskaupum.
Ársskýrsla 2024
Árið 2024 var ár framfara fyrir Vísindagarða Háskóla Íslands. Starfsemi félagsins byggir áfram á stefnu stjórnar frá árinu 2021.
Ársreikningur síðasta árs
Ársskýrslur síðustu ára
Fundargerðir aðalfundar
Fundargerð aðalfundar 2025
Samþykktir Vísindagarða
Spurt og svarað
-
Vísindagarðar eru þyrpingar þekkingarfyrirtækja sem staðsett eru í eða við háskólaumhverfi. Markmið með uppbyggingu slíkra garða er að skapa öflugt nýsköpunar- og viðskiptaumhverfi með tilheyrandi samlegð fyrir fyrirtækin og háskólana sem þar koma saman. Fyrsti vísindagarðurinn, og jafnframt einn sá þekktasti, er við Stanford háskóla í Kaliforníu. Þar spratt síðar upp Kísildalurinn, Silicon Valley.
Vísindagarðar gegna víðast í vestrænum samfélögum stóru og sívaxandi hlutverki við að efla og auka framþróun þekkingarhagkerfisins og draga að sér ungt menntað vinnuafl: mikilvægustu auðlindina í þekkingarhagkerfi framtíðarinnar.
Vísindagarðar eru fyrst og fremst samfélag. Samfélag háskóla, þekkingarfyrirtækja og rannsóknarstofnana sem leggja hvert öðru lið með sambúðinni. Boðleiðir styttast og stórir og smáir aðilar geta unnið saman að því að finna bestu lausnina hverju sinni, auk þess sem nándin og fjölbreytnin ýtir undir óvæntar og frjóar hugmyndir.
-
Háskóli Íslands er langöflugasti og stærsti rannsóknarháskóli landsins. Hann er staðsettur í miðborgarumhverfi, en þetta tvennt skapar kjöraðstæður fyrir þróun nútímalegra vísindagarða. Háskólinn hefur hlutverki að gegna við miðlun þekkingar til atvinnulífs í þeim tilgangi að efla samkeppnishæfni lands og þjóðar.
Árið 1961 veitti Reykjavíkurborg Háskóla Íslands umráð yfir landinu sem Vísindagarðar standa á með því skilyrði að þar yrðu reistir vísindagarðar. Þá var svæðið ekki nema mýri en árið 1999 komst uppbyggingin á skrið þegar Íslensk erfðagreining hóf að byggja sínar höfuðstöðvar sem opnuðu 2003.
Árið 2004 var stofnað félag um reksturinn á svæðinu til framtíðar. Félagið starfar í þágu almennings og eru tveir eigendur: Háskóli Íslands (94,5%) og Reykjavíkurborg (5,5%).
-
Bílastæði milli Grósku og Alvotech
Fyrstu 15 mínútur eru fríar. Eftir það er gjaldið 170 kr/klst frá 07:00-17:00 virka daga.
Bílakjallari Grósku
Fyrstu 15 mínútur eru fríar. Gjaldið er 320 kr. fyrir fyrsta klukkutímann, 150 kr/klst eftir það.
Bílastæðin við húsið
Stæðin eru ekki gjaldskyld, enn sem komið er.
Innheimta bílastæðagjalda byggir á álestri bílnúmera við innakstur. Greiðslur er aðeins hægt að inna af hendi rafrænt. Engar greiðsluvélar eru á svæðinu.
Þeir sem nota Autopay appið verða rukkaðir sjálfkrafa en fyrir aðra eru QR kóðar víða um bílastæðið sem má nota til að ganga frá greiðslu með greiðslukorti.
Ef ekki er gengið frá greiðslu innan 48 klst. frá brottför er lagt á aukastöðugjald (4.800 kr.) sem sendist í heimabanka bíleiganda.
-
Vísindagarðar eru tengslatorg nýsköpunar á Íslandi. Tengslatorg atvinnulífs og háskóla, vísinda og viðskipta, frumkvöðla og stöndugri fyrirtækja. Markmiðið er að gefa fyrirtækjum og stofnunum kost á að starfa í háskólaumhverfi þar sem samlegðaráhrif atvinnuulífs og rannsóknastofnana fá að njóta sín. Þannig byggjum við brú milli háskólasamfélagsins og atvinnulífsins, stóreflum hagnýtingu rannsókna og stuðlum að aukinni verðmætasköpun til heilla fyrir land og þjóð.
-
Meðal samstarfsaðila eru Háskóli Íslands, Félagsstofnun stúdenta, Íslensk erfðagreining ehf., Alvotech hf., Alvogen ehf., CCP hf., Lífvísindasetur Háskóla Íslands, Gróska ehf., Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.
-
Við val á leigutökum er horft til þess hvað þeir geti lagt til samfélagsins á svæðinu, samhljóms við stefnu félagsins, alþjóðlegra tenginga, fjárhagslegs bolmagns og vægis nýsköpunar og þróunar innan fyrirtækisins. Áherslan er á starfsemi á sviði líftækni, upplýsingatækni, orku og sjálfbærni.
-
Viðskiptamódel Vísindagarða Háskóla Íslands byggir á því að leigja lóðir til fyrirtækja sem vilja byggja upp sína starfsemi á svæðinu. Félagið sér um að velja fyrirtæki og stofnanir inn á svæðið og reka það sem heild. Vísindagarðar leigja lóðirnar til 50 ára með möguleika á framlengingu. Tekjurnar af lóðarleigunni eru notaðar til þess að byggja upp nýsköpunarsamfélag þar sem grunnrannsóknir og vísindi eru undirstaðan.
Dæmi: Árið 2013 gerðu Vísindagarðar og Alvogen með sér samning um leigu á lóðinni Sæmundargötu 15-19. Á lóðinni var fyrirhuguð uppbygging Alvogen á hátæknisetri til þróunar og framleiðslu hátæknilyfja undir hatti Alvotech.
Alvotech greiðir í dag rúmar 500 krónur á hvern byggðan fermetra á lóðinni ofanjarðar á mánuði. Er það sama gjald og Gróska ehf. greiðir fyrir lóðina að Bjargargötu 1. Mánaðarlegar tekjur Vísindagarða fyrir lóðaleigu af þessum tveimur lóðum eru nú í kringum 20 m.kr. Þeim fjármunum er varið til að vinna að framtíðarsýn Vísindagarða sem er að vera suðupottur nýsköpunar sem leiðir framþróun og skapar virðisauka fyrir land og þjóð.
Á þeim tíma sem samningur Vísindagarða og Alvotech var gerður bauð Reykjavíkurborg öllum þeim sem voru að byggja í Reykjavík og þurftu að greiða gatnagerðargjöld, að skrifa undir skuldabréf vegna þeirra, en gatnagerðargjöld renna til Reykjavíkurborgar. Reglur varðandi greiðslu gatnagerðargjalda hafa síðan breyst hjá Reykjavíkurborg.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri félagsins.
-