

Djúptæknisetur
„Stefnumót háskólarannsókna og atvinnulífs“
Vísindagarðar hafa tekið ákvörðun um byggingu rannsóknarseturs þar sem háskólar, stofnanir og fyrirtæki geta sameinast um uppbyggingu og rekstur rannsóknarinnviða. Djúptæknisetur sem rís við Bjargargötu 3 í Vatnsmýri er einstakt tækifæri til bjóða upp á hágæða aðstöðu fyrir rannsóknir og þróun á sviði djúptækni sem verður mikilvæg stoð fjórðu iðnbyltingarinnar hérlendis.
Markmið
Samstarfsvettvangur háskóla, stofnana og fyrirtækja
Aukin tækifæri til þverfaglegs samstarfs
Samnýting sérfræðiþekkingar og hágæða rannsóknaraðstöðu
Bætt umhverfi fyrir vísindalega nýsköpun
Íslensk sóknarfæri í djúptækni
Djúptæknisetur hýsir vísindafólk og frumkvöðla á þverfaglegum sviðum. Setrið muni styðja við verðmætasköpun, aukinn útflutning og sjálfbærni innanlands. Hvað er Djúptækni?
Heilbrigðismál
Líftækni
Lyfjaþróun
Landbúnaður
Jarðvísindi
Orka og auðlindir
Ofurtölvur og gervigreind
Máltækni
Hvernig náum við árangri?
Kortleggjum íslenska rannsóknainnviði og sérþekkingu
Vísindagarðar stýra nú verkefni um kortlagningu rannsóknainnviða á Íslandi í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Hólum, Tæknisetur, Landspítalann, Listaháskóla Íslands og fleiri í framtíðinni.
Tryggjum aðkomu helstu hagaðila
Háskólar, rannsóknastofnanir, fyrirtæki og stjórnvöld þurfi öll að koma að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Ofangreind kortlagning rannsóknainnviða er mikilvægur liður í að koma á þessu mikilvæga samstarfi.
Hönnun byggingarinnar verði unnin í nánu samráði við væntanlega notendur en einnig með sveigjanleika í huga.
Horfum til erlendra fyrirmynda
Vísindagarðar HÍ eru í samstarfi við DTU Science Park í Kaupmannahöfn varðandi byggingu, rekstur og önnur verkefni tengd uppbyggingu Djúptækniseturs. Einnig er horft til fyrirmynda eins og Science for Life Laboratories í Stokkhólmi.
Meira um Djúptæknisetur
Teymi Vísindagarða
Sjá nánar
Aðdragandi
Undirbúningur hófst árið 2021 á Vísindagörðum í kjölfar stefnumótunar félagsins í samræmi við ákall frá vísindasamfélaginu og stefnumótun Innviðasjóðs.
Sjá nánar
Samstarfssjóður háskólanna og Rannsóknarinnviðir á Íslandi
Í kjölfar erindis til ráðuneytis háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar var sótt um styrk í nýstofnaðan samstarfssjóð háskólanna árið 2022.
Sjá nánar
Ákvörðun um byggingu
Stjórn Vísindagarða tók ákvörðun á stjórnarfundi í Júní 2023 að hefja undirbúning að byggingu Djúptækniseturs með því skilyrði að Háskóli Íslands skuldbindi sig sem kjölfestuaðili í húsinu. Þetta fékkst samþykkt í Háskólaráði á desemberfundi sama ár.
Sjá nánar
Byggingarnefnd og útboðsaðferð
Í mars 2024 var byggingarnefnd skipuð og verkið sett í forval. Útboð fer fram haustið 2024.
Sjá nánar

„Fyrirhugaður djúptæknikjarni býður upp á mjög mikla möguleika til þverfaglegar samvinnu sem teygir sig inn á öll fræðasvið. Hugmyndin byggir jafnframt á núverandi stefnu Háskóla Íslands, þ.e. að efla grunnrannsóknir og fjölga birtingum vísindagreina ásamt því að bæta aðstöðu skólans og starfsfólks til að taka þátt í alþjóðlegu og innlendu samstarfi.“
— Jón Atli Benediktsson, Rektor Háskóla Íslands
Tímalína
Undirbúningsvinna vegna Djúptækniseturs hefur verið í gangi síðan 2021. Frá og með 2024 fer fram áframhaldandi vinna við mótun viðskipta- og rekstrarmódels og einnig lagður grundvöllur að þverfaglegri samvinnu og samstarfsyfirlýsingum sem gert er ráð fyrir að teygi sig inn á öll fræðasvið. Samhliða þessari vinnu verður unnið að undirbúningi vegna byggingar hússins.