Hvað er Djúptækni

Fjögur megineinkenni djúptækni

  1. Vísindalegar undirstöður: Djúptæknilausnir byggja á sterkum vísindalegum grunni og krefjast því sérhæfðra rannsóknainnviða og þekkingar, oft á þvert á fagsvið. 

  2. Rík áhersla á rannsóknir og þróun: Djúptæknifyrirtæki standa oft frammi fyrir löngum þróunartíma, oft 10 til 15 ár, áður en vörur þeirra eða þekking kemst á markað. Þessi fyrirtæki þurfa hámenntað og sérhæft starfsfólk. Langar þróunarlotur skila sér í sérhæfðari vöru með meira samkeppnisforskot en hefðbundnar tæknivörur.

  3. Miklar fjárfestingar: Umtalsverðar fjárfestingar er venjulega nauðsynlegar fyrir djúptæknifyrirtæki, ekki síst í upphafi til að styðja við langa rannsóknar- og þróunarvinnu og flóknar nýjungar. Stjórnvöld, fjárfestingasjóðir, háskólar og fyrirtæki þurfa oft að koma saman að þessum verkefnum. 

  4. Verkefni drifin áfram af alþjóðlegum áherslum: Mörg djúptækniverkefni eru knúin áfram til að leysa flóknar alþjóðlegar áskoranir, svo sem á sviði loftslagsbreytinga, orkumála og heilbrigðismála.