Góður aðalfundur að baki
Aðalfundur Vísindagarða fór fram 28. maí sl. á Litla torgi á Háskólatorgi. Gestir fundarins fengu m.a. innsýn í starf ársins 2019 sem einkenndist af mikilli framkvæmdagleði. Hilmar B. Janusson sem verið hefur formaður undanfarin 10 ár afhenti keflið til Sigurðar Magnúsar Garðarssonar, forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs sem nú tekur við formennsku ásamt nýrri stjórn sem var kjörin fyrir tímabilið 2020-2021:
Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, formaður
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair
Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull
Margrét Helga Ögmundsdóttir, dósent við Læknadeild á Heilbrigðisvísindasviði
Óli Jón Hertervig, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg
Til vara eru Daði Már Kristófersson, prófessor og fráfarandi forseti Félagsvísindasviðs (1. varamaður) og Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor og fráfarandi forseti Deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda við Menntavísindasvið (2. varamaður).