Aðalfundur Vísindagarða 28. maí 2020
Aðalfundur Vísindagarða Háskóla Íslands fer fram fimmtudaginn 28. maí nk. á Háskólatorgi (Litla torgi). Samkvæmt samþykktum eru fimm menn í stjórn sem kjörnir eru á aðalfundi ár hvert. Fulltrúar Háskólans eru fjórir og einn frá Reykjavíkurborg. Á fundi háskólaráðs 7. maí sl. var samþykkt að fulltrúar HÍ yrðu eftirtaldir:
Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, formaður
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair
Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull
Margrét Helga Ögmundsdóttir, dósent við Læknadeild á Heilbrigðisvísindasviði
Óli Jón Hertervig, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg
Fyrsti varamaður er Daði Már Kristófersson, prófessor og fráfarandi forseti Félagsvísindasviðs, og annar varamaður er Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor og fráfarandi forseti Deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda við Menntavísindasvið. Skipunartíminn er 2020-2021.