Risasamningur í höfn hjá Alvotech

Alvotech, sem er eitt af fyrirtækjunum á lóð Vísindagarða, og alþjóðlega lyfjafyrirtækið STADA Arzneimittel AG gerðu á dögunum samstarfssamning um þróun, framleiðslu og markaðssetningu á sjö líftæknilyfjum Alvotech á öllum helstu mörkuðum í Evrópu og völdum mörkuðum utan Evrópu. Þessi lyf koma til með að meðhöndla m.a. krabbamein og ýmsa bólgusjúkdóma auk augnsjúkdóma. Samningurinn tryggir Stada markaðsleyfi fyrir lyf Alvotech þegar þau koma á markað. Umrædd lyf seljast fyrir rúmlega sex þúsund milljarða króna á ári á heimsvísu. Þetta eru góðar fréttir, en á milli Alvotech og Vísindagarða liggur fyrir viljayfirlýsing um viðbyggingu við Sæmundargötu, en þessi samningur eykur líkurnar á því að hún rísi fljótlega. Í þeirri byggingu er fyrirhugað að Háskólinn verði einnig með starfsemi.

Forrige
Forrige

Nýr stúdentagarður vígður á Vísindagörðum

Næste
Næste

Góð heimsókn frá Kína