Spennandi tækifæri fyrir fyrirtæki í Mýrinni

Nýsköpunarsetrið Mýrin er á fyrstu hæð í Grósku. Þar geta fyrirtæki fengið vandaðar skrifstofur og starfað við hlið spennandi hóps fagfólks sem vinnur að því að efla nýsköpun, hönnun, rannsóknir og vísindi á Íslandi.


Gróska er staðsett á glæsilegum stað í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Fjölbreytt og spennandi starfsemi er í húsinu en það hefur á örfáum árum orðið suðupottur nýsköpunar á Íslandi.

 

Nú býðst fyrirtækjum frábær aðstaða til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Í nýsköpunarsetrinu Mýrinni, sem er á fyrstu hæð Grósku, eru lausar til leigu 4-8 manna skrifstofur.

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

Miðstöðin stuðlar að auknu samstarfi milli hönnuða og fyrirtækja og vinnur að því að efla hönnunardrifna nýsköpun sem mótandi afl í samfélagi og atvinnulífi framtíðar á Íslandi.


Auðna tæknitorg 

Auðna styður við íslenskt vísindasamfélag og tengir uppfinningar og væntanleg nýsköpunarverkefni við fjárfesta og atvinnulíf.


Miðstöð stafrænnar nýsköpunar

Miðstöðin tengir íslenska sprota og starfandi upplýsingatæknifyrirtæki við nýjustu tækni, eins og gervigreind og ofurtölvur með áherslu á stafræn öryggismál. Miðstöðin tengir sprota einnig við 225 systurmiðstöðvar sínar í Evrópu.


KLAK

KLAK er leiðandi í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi og hjálpar sprotafyrirtækjum að vaxa innanlands og út fyrir landsteinana með því að hraða þróun þeirra og tengja þau við sérfræðinga, fjárfesta og aðra lykilaðila.


GEORG

Jarðvarmaklasi sem miðar að því að styrkja íslenskan jarðvarmaiðnað með því að styðja við rannsóknadrifið alþjóða klasasamstarf, jarðhitarannsóknir, nýsköpun og þróun.


Vísindagarðar HÍ

Vísindagarðar skapa jarðveg fyr­ir ný­sköp­un og frum­kvöðla­starf­semi og byggja brú milli há­skóla­sam­fé­lags og at­vinnu­lífs.


Skrifstofur til leigu

Við hvetjum áhugasama til að ganga til liðs við þennan kraftmikla hóp og taka þátt í suðupotti nýsköpunar í Grósku. 

Eins og fyrr sagði eru í Mýrinni lausar til leigu 4-8 manna skrifstofur.

Mýrarbúar hafa aðgengi að sex fullbúnum fundarherbergjum, ráðstefnusal, þrem símaklefum, kaffi, te, ísskáp og örbylgjuofni. Þá er nettenging, aðstaða til að prenta, læstir munaskápar og pósthólf innifalið í leigugjaldi.

Á fyrstu hæð hússins er veitingastaður með tilboð fyrir þá sem starfa í húsinu og sjálfsalar með veitingum. Í kjallara eru búningsklefar og sturtuaðstaða auk læstrar hjólageymslu. 

Um er að ræða fyrsta flokks húsnæði sem er hannað í takt við þarfir nútímans og kröfuharða notenda. Það fer afar vel um fólk í húsinu enda áhersla lögð á góða hljóðvist, loftgæði og vandað efnisval.

Sendið póst á netfangið visindagardar@visindagardar.is til að fá frekari upplýsingar.

Forrige
Forrige

Kortlagning rannsóknainnviða hafin  

Næste
Næste

Opið forval fyrir hönnun Djúptæknikjarna hafið