Frábær vinnuaðstaða fyrir frumkvöðla í Mýrinni
Nýsköpunarsetrið Mýrið er á fyrstu hæð í Grósku. Þar býðst einyrkjum og litlum fyrirtækjum aðstaða til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.
Safa Jemai hjá Víkonnekt, Kjartan Þórsson hjá Prescriby, Anna Björk Theodórsdóttir hjá Oceans of Data og Halla Helgadóttir hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.
Vísindagarðar HÍ opnuðu Mýrina árið 2022 og síðan þá hefur orðið til öflugt samfélag frumkvöðla. Í boði eru skrifstofur, föst og laus borð, kaffi- og fundaraðstaða, læstir skápar og hjólageymsla, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hægt að skipuleggja viðburði í Mýrinni.
Lífið í Mýrinni
Í nýsköpunarsetrinu Mýrinni vinna einyrkjar og lítil fyrirtæki að því árið um kring að hrinda hugmyndum í framkvæmd.
Nánd við háskólann, aðra sprota og leiðandi fyrirtæki í hugverkaiðnaðinum skapar blómlegt mannlíf og liðkar fyrir tengslamyndun.
Einnig eru í Mýrinni félög sem styðja við verkefni á ýmsan hátt; Klak - Icelandic Startups, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Auðna tæknitorg, Íslenski ferðaklasinn og Georg jarðvarmaklasi.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðtöl þau Safa Jemai hjá Víkonnekt, Önnu Björk Theodórsdóttur hjá Oceans of Data, Atla Þór Jóhannsson hjá Pikkoló, Ástu Sóllilju Guðmundsdóttur hjá Klak - Icelandic Startups, Kjartan Þórsson hjá Prescriby og Höllu Helgadóttur hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Öll starfa þau í Mýrinni í Grósku.
Nokkrar leiguleiðir í boði
Mýrarbúar hafa aðgengi að sex fullbúnum fundarherbergjum, þrem símaklefum, kaffi, te, ísskáp og örbylgjuofni. Þá er nettenging, aðstaða til að prenta, læstir munaskápar og pósthólf innifalið í leigugjaldi. Í kjallara eru búningsklefar og sturtuaðstaða auk læstrar hjólageymslu.
Laust borð: Þú velur úr þeim lausu borðum sem eru í boði hverju sinni, dag eða nótt. Hentar þeim sem hafa minni viðveru og búnað.
Verð: 18.000 kr. + 2.400 kr. aðstöðugjald á mánuði.
Fast borð: Þú átt þitt borð sem er til taks allan sólarhringinn. Verð: 36.100 kr. + 2.400 kr. aðstöðugjald á mánuði.
Skrifstofur: 4-8 manna skrifstofur fyrir sprotafyrirtæki
Við hvetjum alla áhugasama til að hafa samband og ganga til liðs við kraftmikinn hóp í Mýrinni.