Breytingar á stjórnendateymi Vísindagarða HÍ

Breytingar hafa verið gerðar á stjórnendateymi Vísindagarða til að mæta verkefnum næstu ára af krafti.

Þórey Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Vísindagarða HÍ, Hrólfur Jónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og formaður byggingarnefndar Djúptæknikjarna og Lára Kristín Stefánsdóttir verkefnastjóri.

Þórey Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands en hún hefur gegnt starfi aðstoðarframkvæmdastjóra síðastliðið ár.

Hrólfur Jónsson tekur við formennsku í byggingarnefnd Djúptæknikjarna og stígur því til hliðar úr stöðu framkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ sem hann hefur gegnt síðustu fimm ár. Hrólfur gegnir stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra í hlutastarfi en færist síðan að fullu leyti yfir í verkefnið kringum Djúptæknikjarna.

Þá hefur Lára Kristín Stefánsdóttir verið ráðin sem verkefnastjóri Djúptæknikjarna og rannsóknarinnviða. Hún hóf störf í byrjun árs.

Forrige
Forrige

Opið forval fyrir hönnun Djúptæknikjarna hafið

Næste
Næste

Frábær vinnuaðstaða fyrir frumkvöðla í Mýrinni