Aðalfundur Vísindagarða 5. maí 2021 kl. 14

Aðalfundur Vísindagarða Háskóla Íslands fer fram miðvikudaginn 5. maí nk. í Hátíðarsal háskólans. Samkvæmt samþykktum eru fimm menn í stjórn sem kjörnir eru á aðalfundi ár hvert. Fulltrúar Háskólans eru fjórir og einn frá Reykjavíkurborg. Á fundi háskólaráðs þann 15. apríl sl. var samþykkt að fulltrúar HÍ yrðu eftirtaldir fyrir næsta starfsár:

  • Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, formaður

  • Margrét Helga Ögmundsdóttir, dósent við Læknadeild

  • Óli Jón Hertervig, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg

  • Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri hjá Marel hf

  • Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóri Ankeri ehf. og stjórnarmaður í Samtökum sprotafyrirtækja

Fyrsti varamaður verður Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, og annar varamaður verður Stefán Þór Helgason, sérfræðingur í sprota- og frumkvöðlamálum hjá KPMG.

Skipunartíminn er 2021-2022.

Forrige
Forrige

Aðalfundur Covidársins

Næste
Næste

Vísindaþorp leysi krafta úr læðingi