Samþykktir háskólaráðs varðandi Djúptæknikjarna

Háskólaráð 4. nóvember 2021

7. Djúptæknikjarni Vísindagarða Háskóla Íslands ehf.
Inn á fundinn komu Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs og formaður stjórnar Vísindagarða Háskóla Íslands ehf., Hrólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða og Hans Guttormur Þormar, ráðgjafi, og gerðu grein fyrir hugmyndum um uppbyggingu á djúptæknikjarna (e. Deeptech) við Vísindagarða. Málið var rætt og svöruðu þeir Sigurður Magnús, Hans Guttormur og Hrólfur spurningum.

Sigurður Magnús, Hans Guttormur og Hrólfur viku af fundi.

 

Háskólaráð 2. júní 2022

9. Djúptæknikjarni Vísindagarða Háskóla Íslands ehf., sbr. fund ráðsins 4. nóvember sl.
Inn á fundinn komu Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs og formaður stjórnar Vísindagarða Háskóla Íslands ehf., og Hrólfur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins. Gerði Sigurður Magnús grein fyrir hugmyndum um byggingu og rekstur djúptæknikjarna í tengslum við Vísindagarða. Málið var rætt.

– Háskólaráð lýsir yfir stuðningi við hugmyndir Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. um byggingu og rekstur djúptæknikjarna. Jafnframt felur háskólaráð rektor að vinna að nánari skoðun á því hvernig Háskóli Íslands getur stutt málið.

 

Háskólaráð 3. nóvember 2022

4. Málefni Vísindagarða Háskóla Íslands ehf., þ. á m. djúptæknikjarni, sbr. fund ráðsins 2. júní sl.
Inn á fundinn komu Sigurður M. Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs og formaður stjórnar Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. (VHÍ), og Hrólfur Jónsson, framkvæmdastjóri VHÍ. Gerði Sigurður Magnús grein fyrir stöðu mála varðandi VHÍ almennt og áformum um djúptæknikjarna sérstaklega. Málið var rætt og svöruðu þeir Sigurður M. og Hrólfur spurningum ráðsfólks.

Sigurður M. og Hrólfur viku af fundi.

Fyrr á þessum fundi var einnig fjallað um innviðasjóð ráðuneytisins og væntanlegar umsóknir.

 

Háskólaráð 1. júní 2023

6. Málefni Vísindagarða Háskóla Íslands ehf., sbr. fund ráðsins 3. nóvember sl.
Inn á fundinn komu Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs og formaður stjórnar Vísindagarða Háskóla Íslands ehf., og Hrólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða. Greindu þeir frá málefnum félagsins og áformum um uppbyggingu svonefnds djúptæknikjarna, sbr. fund háskólaráðs 3. nóvember sl. Málið var rætt.

Sigurður Magnús, Hrólfur og Guðmundur R. viku af fundi.

– Rektor falið að fara yfir málið í samráði við framkvæmdastjóra sameiginlegrar stjórnsýslu, formann stjórnar Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. og formann stjórnar Fasteigna Háskóla Íslands ehf.

Háskólaráð 7. desember 2023

f. Djúptæknikjarni, sbr. fund háskólaráðs 2. júní sl.
Fyrir fundinum lá minnisblað vegna samkomulags um djúptæknikjarna og mögulega aðkomu Háskóla Íslands að því verkefni. Rektor og Guðmundur gerðu grein fyrir málinu og aðdraganda þess. Fram kom m.a. að lögð verði áhersla á samráð um verkefnið innan Háskóla Íslands og að það verði vel kynnt.

– Samþykkt samhljóða, en Hólmfríður sat hjá.

Guðmundur vék af fundi.