Samantekt um fundi sem haldnir hafa verið varðandi djúptæknikjarna

Kynning fyrir stjórn VgHÍ haldin í fundarherberginu Engjarós
Mættir:  Stjórn, Hrólfur og Hans.

Málið var kynnt fyrir stjórn og þær hugmyndir sem að baki lágu. Stjórn ákvað að láta leggja meiri vinnu í að kanna hvort þetta væri raunhæfur kostur og gera frekari áhættugreiningu á verkefninu.

 

Kynning fyrir stjórn VgHÍ haldin í fundarherberginu Engjarós
Mættir, Stjórn, Hrólfur og Hans.

Málið var kynnt fyrir stjórn, ásamt mögulegum rekstrarmódelum og fjármögnun.

Ákveðið var að kynna málið fyrir rektor.

Sigurður M minntist á málið við rektor í byrjun apríl (sjá póst 9. apríl frá sigmg).

 

Fundir með Heiðari hjá Deloitte frá apríl 2021 til júní 2021 við gerð rekstrarmódela.
Rekstrarmódel tekur á sig mynd. Byrjað að lista upp hagsmunaaðila.

 

Fundur með Lífvísindasetri vegna dýratilraunaseturs 25. júní klukknan 13:30.
Mættir: Hans, Hrólfur, Sigríður Klara, Eiríkur, Þórarinn.

Rekstrarmódel dýratilraunaseturs kynnt ásamt hugmyndum um djúptæknikjarna kynntar lauslega.

 

Fundur með Arctica finance  25 ágúst
Mættir Ari, Bjarni, Hrólfur, Hans.

Farið yfir rekstrarmódel og mögulega fjármögnun og rekstrarmódel fyrir djúptæknikjarna.

 

Fundur með Rektor HÍ 17. sept klukkan 13 í háskólaráðsherbergi
Mættir, Jón Atli, Sigurður Magnús, Guðbjörg Linda, Guðmundur R,  Margrét Helga, Ólöf Vigdís, Hans og Hrólfur.

Málið var kynnt og rætt. Menn almennt jákvæðir og rektor vill að málið verði tekið áfram.  Guðmundur R spyr um rekstrarmódel og hvað HÍ þurfi að stíga inn með miklum þunga til að málið verði að veruleika. Ákveðið var að vinna málið áfram og kynna þetta fyrir háskólaráði á fundi í október eða nóvember.

 

Fundur með stjórn vísindagarða 1 okt.
Mættir: Stjórn, Hans Hrólfur. 

Nánari greining á áhættuþáttum kynnt auk greininga á mögulegum notendum og leigendum. Þarf að sýna fram á leigu 40-60% húsnæðisins til að dæmið gangi upp.  Jafnframt kynnt niðurstaða fundar með rektor um að hann væri jákvæður og vildi að þetta yrði unnið áfram og kynnt fyrir háskólaráði.

 

Fundur með Ingu Þórsdóttur HVS á Teams 5 okt.
Mættir: Sigurður, Hrólfur, Hans, Inga.

Málið kynnt og rætt um aðkomu og samvinnu við HVS um þessi mál. Sérstaklega var rætt um að samtvinna uppbyggingu Djúptæknikjarna við uppbyggingu HVS húss við læknagarð. Ákveðið að halda kynningarfund með deildarforsetum HVS fljótlega.

 

Fundur með stjórn VoN, haldin 20 október.  10-12
Þeir sem ekki mættu voru boðaðir á annan fund (sjá síðar).

Málið var kynnt og rætt.  Allir jákvæðir. Oddur Ingólfs ræddi um að það væri núna eða ekki sem við hefðum tækifæri á að gera þetta. Ræddi líka um möguleikann á að efnafræðin færi þarna inn. Snædís lagði áherslu á að aðgengi að tækjabúnaði mætti ekki kosta of mikið, þar sem ekki væri gert ráð fyrir fjármagni fyrir því í rannsóknarstyrkjum. Sandra Mjöll hafði mikinn áhuga á að skoða rekstrarmódel tækjabúnaðar nánar þar sem Raunvd væri í þannig vinnu.

Ákveðið var að stjórnarmenn tækju málin upp með sínu fólki og síðan myndi Hans og Hrólfur geta komið og kynnt málið fyrir þeim hópum nánar og tekið umræður um það.

 

Fundur með Landsbankanum 21. október klukkan 12.
Mættir: Hrólfur, Hans, Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs, Svana Huld Linnet, sem er yfir fyrirtækjaráðgjöfinni, Björn Hákonarson sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöfinni, Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir sérfræðingur í eignastýringu. 

Djúptæknikjarni kynnur fyrir þeim ásamt þeim möguleikum á uppbyggingu og veðsetningum.

 

Fundur í Skjálfta/Tæknigarði 25 okt. klukkan 14 með þeim sem ekki gátu mætt á stjórnarfund hjá VoN.
Mættir Rúnnar Unnþórs, Einar Örn og Gunnar Stefáns ásamt Sigurði Magnúsi og Hans. 

Málið kynnt og rætt. Komu fram mjög gagnlegir punktar varðandi rekstrarmódel og ekki mætti setja upp búnað sem ekki væri hægt að reka. Tekið var dæmi um kjarna sem væru nánast gjaldþrota vegna þess hversu dýrt væri að reka þá.  Menn samt almennt mjög jákvæðir og ætla eins og fyrr að taka þetta fyrir hjá sinni deild. 

 

Fundur með stjórn Raunvísindastofnunar haldin 4. nóvember klukkan 10
Málið kynnt á sama hátt og fyrir VoN. Aðilar mjög jákvæðir og sjá mikla möguleika í stöðunni. Aðilar ætla að taka þetta inn á sín svið til frekari kynningar.

 

Fundur með Frosta Gíslasyni 4. nóvember klukkan 13.
Frosti kynnti þá uppbyggingu á Fab löbbum sem hann hefur verið viðloðandi auk þeirra mikilvægu erlendu tengsla sem hann hefur varðandi uppbyggingu á Super fab lab í heiminum. Við verðum í áframhaldandi samskiptum við hann varðandi þessi mál.

 

Fundur með háskólaráði haldinn sem Teams fundur þann 4 nóvember. klukkan 15
Málið kynnt og rætt ítarlega. Áhyggjur komu fram vegna dýratilraunaseturs og gagnrýni á dýratilraunir almennt. Gæti verið neikvætt fyrir háskólann að hafa það mikið í hávegum.  Menn almennt jákvæðir og forvitnir og samþykkja að málið megi halda áfram í vinnslu (engar skuldbindandi fjáhagsákvarðanir teknar) og halda háskólaráði upplýstu um gang mála á næstu mánuðum. 

 

Fundur með stjórn VgHÍ þann 5. nóvember.
Kynntum aðgerðaáætlun næstu 5 mánaða (græni takkinn) ásamt samantekt á því sem komið er og þeim sem rætt hafði verið við.

 

Fundur með Degi B Eggertssyni 5. nóv klukkan 15.
Hans, Hrólfur, Elísabet, Sigurður, Dagur

Málið kynnt og rætt um aðkomu borgarinnar að málinu. Umræðan um Keldur kom þar inn. 

 

Fundur með stjórn Tækniseturs ehf þann 10. nóv klukkan 09:50
Mættir: Öll stjórn + varamenn (- Þór) ásamt nýráðnum framkvæmdastjóra Guðbjörgu. 

Málið kynnt og rætt nokkuð ítarlega. Möguleikar Tækniseturs á innkomu í þetta ræddir sérstaklega. Ljóst að ekki verða teknar ákvarðanir fyrir en fjármögnun Tækniseturs verður ljós.

 

Fundur með Sigurði Brynjólfssyni 23. nóvember klukkan 10
Fór yfir málið með honum og sagði honum frá hvaða vinna væri framundan næstu mánuði.

 

Fundur með Margréti Ormslev, Guðbjörgu, Hrólfi og Hans 24 nóvember klukkan 0900.
Rekstrarmódel tækjabúnaðar og möguleg aðkoma Tæknisetur rædd í þaula. Sigurður Magnús kom inn á fundinn í lokin. Ákveðið að Guðbjörg fengi að fylgjast með í vinnu við rekstrarmódel tækjabúnaðar og frekari þróun djúptæknikjarnans.

 

Fundur með Ernu Björnsdóttur hjá Íslandstofu þann 25 nóv klukkan 09.
Hans og Erna

Málið kynnt fyrir henni og rætt um mögulega kynningu fyrir Íslandsstofu. Ákveðið að skoða nánar í des með starfsfólki og hafa fund eftir áramót.

 

Fundur með Crowberry capital 25. nóv klukkan 11.
Hekla, Jenny, Hans

Málið kynnt og rætt. Ákveðið að fá Helgu Valfells til að koma á fundi með samtökum frumfjárfesta í byrjun næsta árs.

 

Fundur með Gísla Hjálmtýssyni HR 2. desember.
Mættir: Sigurður M, Hans, Gísli, Kolbrún, Þorkell

Málið kynnt og möguleg aðkoma HR að málinu rædd. Gísli lagði áherslu á að byggja upp þau svið sem við værum sterkust í. Hafði áhyggjur af hvort þyrfti að byggja þetta allt i einu og hvað þyrfti að byggja upp hvar.  Ákveðið að kynna þetta fyrir HR sviðinu í byrjun janúar. 

 

Fundur með Magnúsi Oddssyni og Freygarði Þorsteinssyni hjá Össuri þann 7. des klukkan 10.
Málið kynnt og rætt. Þeir komu báðir með mjög góðar aths og bentu á að uppbygging á góðu rafmagnverkstæði og mælitækjum væri mjög mikilvæg m.a. fyrir þá. Þeir sæu fyrir sér að það kæmu alltaf upp aftur og aftur þær aðstæður að þeir myndu vilja hafa aðstöðu sem þeir gætu nýtt sér en væri ekki staðsett hjá þeim. Ákveðið var að halda hann stærri fund með þeim í janúar og ræða þetta við starfsfólk fyrirtækisins.

 

Fundur með  SENSE SC þann 8 desember.
Málið kynnt og rætt í þaula. Mjög góðar samræður og Andri Stefánsson kom með mjög mikilvæga punkta (sjá síðar).

 

Fundur með stjórn VgHÍ.  Jólafundur.
Farið yfir stöðuna og rætt um hvernig ætti að nálgast SI, SA, Marel og aðra aðila með kynningu á Djúptæknikjarna.

 

Fundur með Sigurði Péturssyni hjá Arctic Fish 14. des klukkan 13.
Hans og Sigurður

Ræddum um rannsóknir laxeldisfyrirtækja, sérstaklega fóður/eldisrannsóknir, tengsl við háskóla hérlendis og erlendis og mögulega aðkomu laxeldisfyrirtækja að djúptæknikjarna. Kom fram vilji um bæði aðstöðu fyrir fyrirtækin, sem og mögulega rannsóknaraðstöðu fyrir fóðureldistilraunir samtals allt að 1000 m2

 

Fundur með Andra Stefánssyni 15. des klukkan 10.
Mættir: Hans og Andri.  Hrólfur kom inn á fund og sat til enda.

Í framhaldi af fundi með SENSE ákváðum við að halda fund með Andra til að ræða frekar rekstrarmódel og uppbygginu svona kjarna. Andri hefur yfir mjög mikilli reynslu að ráða og gat komið með ótal góð ráð varðandi möguleg rekstrarmódel. 

Hann hefur boðist til að vera í sambandi hvenær sem þörf er á. Rekstrarmódel varðandi aðgengi, sölu á þjónustu til fyrirtækja, samkeppnissjónarmið, rekstrarkostnaður, tækjafólk, sérfræðistöður osfrv. (þarf að skrifa sérstaka fundargerð um þennan fund).

 

Fundur með Auðnu og Icelandic startup ásamt Nanome og fleirum úr Mýrinni 15. des kl 13.
Djúptæknihugmyndin kynnt og rædd. Tekið mjög vel í þessar hugmyndir. Forsvarsmenn Nanome komu eftir á og sögðust vera tilbúnir til að skrifa viljayfirlýsingu fyrir leigu á allt að 1000 m2 í húsinu.

 

Fundur með Reykjavík Science City 10 janúar kl 13.
Jarþrúður, Arnar, Kamma, Óli Örn, Hrólfur, Hans

Dtkj kynntur og rætt um mögulega tengingar við RSC. Aftur kom fram sú aths að við ættum ekki að tala hátt um dýratilraunasetur þar sem það væru mikil mótmæli við það hjá ákveðnum hópum. Ákveðið að halda samtalinu áfram þegar meiri mynd kemst á hlutina.

 

Fundur með deildarforsetum Heilbrigðisvísindasviðs 10. janúar kl 14:30
Málið var kynnt og deildarforsetar beðnir um að taka þetta niður á sínar deildir til frekari umræðu. Rætt var sérstaklega um að gæta að skörun milli uppbyggingar heilbrigðisvísindahúss og Dtkj. Deildarforseti læknadeildar, Þórarinn Guðjóns lýsti sérstakri ánægju með þetta framtak.

 

Fundur vegna mögulegrar uppbyggingar bráðabirgðaaðstöðu fyrir sprotafyrirtæki á hótel sögu 11. janúar á Hótel Sögu.
Húsið skoðað og spáð í mögulegar staðsetningar innan hússins.

 

Fundur með Jóni Valgeiri hjá RVK, Hrólfi og Hans 13. jan klukkan 10.
Varðandi mögulega uppbyggingu bráðabirgðaaðstöðu fyrir líftæknifyrirtæki til að fá hugmynd um kostað við að setja niður fullbúna gáma fyrir þessa starfsemi.

 

Fundur með Guðmundi Ragnari Jónssyni, Kristni Jóhannessyni, Hrólfi og Hans 13. jan klukkan 11.
Varðandi bráðbirgðaaðstöðu í Hótel Sögu og jafnframt rætt um hvernig útfærsla aðkomu HÍ að DTKJ væri best fyrirkomið.

 

Fundur með Agli hjá Akthelia ehf Janúar 13 klukkan 13.
Málið kynnt og rætt um hvernig Akthelia gæti komið að slíkum kjarna. Tekið mjög vel í þessar hugmyndir. Jafnframt rætt um bráðabirgðaaðstöðu fyrir líftæknifyrirtæki.

 

Fundur með Kerecis vegna djúptæknikjarna 17. janúar klukkan 13.
Mætt Dóra Hlín, Klara Sveins, Hans Guttormur. (Ræddi fyrst Guðmund Fertram í gegnum FB).

Málið kynnt ýtarlega og rætt um mögulega aðkomu Kerecis að Dtkj. Kom fram að Kerecis hefur um langt skeið leitað að svona aðstöðu, sérstaklega til tilrauna við frumuræktanir og tengda aðstöðu sem þau þurfa reglulega á að halda til 3-6 mánaða í senn. Rætt var um hvort þeir gætu hugsað sér að taka þátt í uppbyggingu bráðabirgðaaðstöðu fyrir líftæknifyrirtæki.

 

Fundur með Guðbjörgu Óskarsdóttur hjá Tæknisetri janúar 17. klukkan 14. 
Aframhald umræðu um aðkomu Tækniseturs ehf að Dtkj en einnig um hvort Tæknisetur hefði áhuga á að koma að bráðabirgðaaðstöðu fyrir líftæknifyrirtæki, með það í huga að sú aðstaða flyttist síðar inn í Dtkj. Ljóst að ræða verður um framtíð Tækniseturs á hærra leveli innan stjórnsýslunnar.

 

Fundur með Hugverkanefnd 18. janúar klukkan 10:30  Mætt: Brynja, Ólöf, Kristinn, Ólöf, Sigríður, Hrólfur, Hans.
Málið kynnt og rætt. Eftirfarandi spurningar komu fram.  A) Er þörf á þessu?  B) Dýratilraunasetur (hafa lágt um það. Ætti það kannski að skoðast að setja það upp á þak eins og í University of Manchester). Þá fær það frið og góða loftun frá húsinu. Málið rætt og HVN vill fá að fylgjast með áfram.

Símafundur með Árna Sigurjónssyni (lögfræðisvið Marel) og formaður stjórnar SI 18. jan kl 13.
Ræddum um uppsetningu kynningar fyrir hluta af stjórn og starfsfólki SI og hvernig þessu væri best fyrir komið. 

 

Fundur með Marel 25. janúar klukkan 16.
Mætt Linda, Anna Kristín Hrefna og Valdimar. 

Málið kynnt og rætt um mögulega aðkomu Marel að Dtkj. Margar mögulegar tengingar frá Marel og mörg verkefni sem þau eru nú þegar að vinna í samvinnu við háskóla og stofnanir sem sumar hverjar gætu tengst Dtkj. 

 

Fundur með Kaiser Global 28. febrúar klukkan 11.
William(Bill) og Hans

Rætt var um samlegðaráhrif Dtkj og uppbyggingu tengda Reykjavik Institute sem hefst á þessu ári. Miklir möguleikar eru samhliða þessari uppbyggingu. Held það væri best að William kæmi og kynnti þetta fyrir stjórn.

 

Fundur með Daniel Lieb hjá íslensku geimrannsóknarstöðinni 2. febrúar klukkan 11.
Rætt um uppbyggingu og samlegðaráhrif og greinilegt er að mikið af þeim tækjabúnaði sem hugmyndir eru um að hafa í Dtkj nýtast þessum uppbyggingaráformum. 

 

Fundur með Lýsi ehf 3. febrúar 22. klukkan 14:30
Arnar, Rakel, Einar, Hans

Málið kynnt og rætt um mögulega aðkomu Lýsis að Dtkj. Í ljós kom að mögulega á Lýsi meiri samlegð með HVS uppbyggingu vegna sterkrar tengingar við lyfjafræðideild.  Þeir sæu samt mögulega á að geta nýtt sér aðstöðuna ef þeir færu út í frekari tækjaþróun.  Jafnframt kom fram áhugi á að skoða nánari tengsl við svæðið og þá sérstaklega ef fleiri matvælatengd rannsóknar og framleiðslufyrirtæki væru á sama svæði.

Málið er í jákvæðum farvegi. Fyrir liggur að eiga fundi með tæknisviði HR, SI/SA, samtökum fjárfesta og fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum. 

Nú er unnið að gerð heimasíðu fyrir djúptæknikjarna sem komin verður upp í næstu viku.  Sú síða verður notuð til að safna saman þeim hugmyndum, tillögum, athugasemdum sem komið hafa fram á fundum undanfarinna vika og koma áfram inn næstu vikur.  Þannig verður til umræðuvettvangur um hvernig þessi uppbygging gæti orðið og hvað ætti heima í húsinu og hvað ekki.

Búið er að senda kynningu til Matís í gegnum Ingu Þórs sviðsforseta heilbrigðisvísindasviðs og spurt hefur verið hvort möguleiki sá á því að Matís komi hér niður í Vatnsmýri líka. Það myndi styrkja svæði verulega og tengja saman mörg rannsóknarverkefni milli fyrirtækja og háskóla og stofnana.