Aðalfundur Vísindagarða 6. maí 2019
Aðalfundur Vísindagarða Háskóla Íslands fer fram mánudaginn 6. maí nk. í aðalbyggingu háskólans. Samkvæmt samþykktum eru fimm menn í stjórn sem kjörnir eru á aðalfundi ár hvert. Fulltrúar Háskólans eru fjórir og einn frá Reykjavíkurborg. Á fundi háskólaráðs 4. apríl sl. var samþykkt að fulltrúar HÍ yrðu eftirtaldir:
Hilmar Bragi Janusson, efnaverkfræðingur, forstjóri GENÍS, formaður
Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull, formaður stefnuhóps stjórnvalda um nýsköpun
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, fjármálastjóri Icelandair Group
Steinunn J. Kristjánsdóttir, prófessor við Hugvísindasvið HÍ
Varafulltrúar:
Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Advania
Sigurður Magnús Garðarsson, prófessor og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ (2. varamaður)