Höfuðstöðvar CCP færast í Grósku

Á dögunum flutti tölvuleikjafyrirtækið CCP höfuðstöðvar sínar í Grósku. Skrifstofurnar eru á 3ju hæðinni og hafa vakið verðskuldaða at­hygli fyr­ir áhuga­verða hönn­un og almenn smekk­leg­heit. And­rúm og Dav­id Pitt hönnuðu skrif­stofu­rýmið.

Markmið Grósku er að hýsa í framtíðinni öflug fyrirtæki á borð við CCP sem, eins og áður segir, verður með sínar höfuðstöðvar á 3. hæð hússins. Ávinningur CCP er það umhverfi sem verður til með Vísindagörðum þ.e. þar sem fyrir eru Íslensk erfðagreining og lyfjafyrirtækið Alvogen, auk glæsilegra stúdentagarða. Breiddin í starfsemi Háskóla Íslands, hin mikla fjölbreytni námsgreina og fagsviða og sterkar alþjóðlegar tengingar skapa ótal tækifæri til samvinnu um úrlausn verkefna þar sem saman kemur fólk með ólíkan bakgrunn og unnið er þvert á fræðigreinar.

Hér má lesa frétt um CCP og hinar nýju skrifstofur.

Forrige
Forrige

Nýtt frumkvöðla- og sprotasetur opnar í Grósku

Næste
Næste

Menntavísindasvið verði hluti af gróskumikilli starfsemi á svæði Vísindagarða