Viðburðaröð um samgöngumál haldin í Grósku
Vísindagarðar HÍ standa fyrir viðburðaröð um samgöngumál og lausnir: Umferðin & okkar daglega líf, í Grósku. Fyrsti viðburðurinn fer fram miðvikudaginn 14. febrúar og verður þar af nægu að taka, fyrirtæki kynna vörur sínar á fyrstu hæð Grósku og í fyrirlestrasal verða fjöldi erinda og pallborðsumræður.
Fyrsti viðburðurinn af þremur
Markmiðið með viðburðinum er að efna til samtals um samgöngur í okkar nærumhverfi - horft verður til framtíðar og fjölbreyttra lausna.
Vísindagarðar vilja leggja sitt af mörkum í þeirri miklu umræðu sem nú á sér stað um þróun samgöngumála og hvernig aðrir kostir en einkabíllinn geti verið hagkvæmari.
Þetta er fyrsti viðburðurinn af þremur sem Vísindagarðar standa fyrir um samgöngumál og verður sá næsti á Hönnunarmars í apríl 2024.
Fjölbreytt dagskrá
Húsið opnar klukkan 8:15 með ilmandi kaffi og munu eftirtaldir aðilar kynna vörur og þjónustu á fyrstu hæð Grósku:
- 66°N
- Nytjahjól
- Pikkoló
- Reiðhjólaverslunin Berlín
- Samtök um bíllausan lífsstíl
- Strætó
- Örninn
Í fyrirlestrasal verða örerindi og umræður um þetta mikilvæga málefni þar sem fjölbreyttar raddir fá að heyrast. Hvernig munu samgöngumálin í Vatnsmýri þróast?
Boðið verður upp á veitingar, morgun- og hádegisverð, kaffi og aðra drykki.
Skráning
Öll eru velkomin en endilega skráið ykkur svo við getum áætlað rétt magn veitinga. https://www.visindagardar.is/skraning-a-vidburd-panel