Opið forval fyrir hönnun Djúptæknikjarna hafið
Fasteignafélagið Bjargargötu 3, sem er í eigu Vísindagarða Háskóla Íslands, auglýsir hér með opið forval vegna hönnunar á rannsóknar- og skrifstofuhúsi á lóðinni Bjargargötu 3, 102 Reykjavík.
Skilafrestur í forvalinu er til 22. ágúst. Þátttaka í því felur í sér umsókn um þátttökurétt í lokuðu útboði á hönnun nýs húsnæðis fyrir rannsóknarinnviði og skrifstofur á lóðinni.
Nánari upplýsingar og forvalsgögn má finna á útboðsvef opinberra aðila
Sjálfbært rannsóknarsetur í Vatnsmýri - Stefnumót vísindarannsókna og atvinnulífs
Um er að ræða hönnun nýbyggingar ásamt lóðarhönnun og aðkomu að deiliskipulagsbreytingu.
Gert er ráð fyrir um 7.700 m2 nýbyggingu sem hýsir rannsóknarými og skrifstofur, auk 3.500 m2 kjallara, alls 11.200m2 byggingu.
Kynningarfundur fyrir þátttakendur verður haldinn 15. júlí í fundarsalnum Fenjamýri í Mýrinni í Grósku, Bjargargötu 1.