Samstarfsaðilar

Vísindagarðar Háskóla Íslands er samfélag aðila sem hafa það sameiginlega markmið að stapa kjöraðstæður fyrir rannsóknir og nýsköpun á Íslandi. Meðal verkefna þessa samfélags er að byggja upp öfluga innviði, tengslanet og miðla af reynslu og þekkingu. Vísindagarðar er í þágu alls landsins en miðja þessa samfélags er á lóð Háskóla Íslands þar sem sumir samstarfsaðilanna hafa þegar komið sér fyrir. Meðal samstarfsaðila eru Háskóli Íslands, Íslensk erfðagreining ehf., Alvotech hf., Alvogen ehf., CCP hf., Lífvísindasetur Háskóla Íslands, ArcticLAS ehf.